Sykur

Eftir að hafa legið í dvala í heil átta ár gaf Sykur út þriðju plötu sína, JÁTAKK, í fyrra. Þau kynntu plötuna fyrst á Iceland Airwaves 2019 en hafa ekkert spilað síðan. Það var því sæt tilfinning þegar þau komu loks aftur saman til að flytja lagið „Lost Song“ – lag sem hafði verið týnt á hörðum diskum sveitarinnar í næstum fimmtán ár – og dulúðuga smellinn „Svefneyjar“.

Live from Reykjavík Off-venue

Aðrir 2020

Við viljum sinna samfélagslegu hlutverki okkar vel. Hluti af því er að styðja við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki. Það er af nógu að taka og á þessum vef birtist einungis brot af bjartri framtíð íslenskrar tónlistar.

Iceland Airwaves hefur frá upphafi verið mikilvæg viðbót við íslenskt menningarlíf og ómetanlegur vettvangur fyrir íslenska tónlist. Við erum því stolt af því að vera meðal styrktaraðila hátíðarinnar.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur