gugusar

gugusar , sem er listamannsnafn Guðlaugar Sóleyjar Höskuldsdóttur, vakti fyrst athygli á Músíktilraunum í fyrra þar sem hún var útnefnd „rafheili tilraunanna“. Hún er aðeins sextán ára og hefur aldrei haft meira að gera en í heimsfaraldrinum, enda er hún algjör nýgræðingur í tónlist eins og hún segir sjálf, og þekkir því varla annað. Guðlaug hefur lýst tónsmíðaferlinu sem leið til að loka heiminn úti og gleyma öllu stressi. Það er öfundsverður eiginleiki um þessar mundir og á tónleikum fá áheyrendur líka að gægjast inn í búbbluna um stundarsakir.

Live from Reykjavík Off-venue

Aðrir 2020

Við viljum sinna samfélagslegu hlutverki okkar vel. Hluti af því er að styðja við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki. Það er af nógu að taka og á þessum vef birtist einungis brot af bjartri framtíð íslenskrar tónlistar.

Iceland Airwaves hefur frá upphafi verið mikilvæg viðbót við íslenskt menningarlíf og ómetanlegur vettvangur fyrir íslenska tónlist. Við erum því stolt af því að vera meðal styrktaraðila hátíðarinnar.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur