Krassasig

Krassasig- Kristinn Arnar Sigurðsson - hefur aldrei áður gefið út tónlist undir eigin nafni. Samt var það farið að kvisast út á undirgrundinni að þar færi fyrirtaks lagasmiður og flytjandi, enda hefur hljómsveitin hans, Munstur, límt sig á margan heilann undanfarið ár og vakið athygli fyrir sérstaklega frumleg myndbönd. Nú er Munstur á leið í frí og Krassasig tekur við keflinu. Framundan er útgáfa á þröngskífu og tónleikahald þegar líður á sumarið.

Brjóta heilann

Aðrir 2019

Við viljum sinna samfélagslegu hlutverki okkar vel. Hluti af því er að styðja við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki. Það er af nógu að taka og á þessum vef birtist einungis brot af bjartri framtíð íslenskrar tónlistar.

Iceland Airwaves hefur frá upphafi verið mikilvæg viðbót við íslenskt menningarlíf og ómetanlegur vettvangur fyrir íslenska tónlist. Við erum því stolt af því að vera meðal styrktaraðila hátíðarinnar.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur