Kælan Mikla

Meðlimir Kælunnar miklu kynntust í framhaldsskóla en hljómsveitin varð til fyrir hálfgerða tilviljun í ljóðakeppni fyrir sex árum. Þær leika ískalt rafpopp og eru stundum skilgreindar sem Dark Wave eða óttabylgja. Þær njóta vaxandi athygli erlendis og hafa leikið á stórum tónleikum og tónlistarhátíðum víða um Evrópu. Í því ljósi virðast markmið þeirra kannski öfugsnúin því næsta skref, um leið og ný plata kemur út í nóvember, er að ná í meiri mæli eyrum Íslendinga.

Þú getur fylgst með Kælunni miklu á InstagramFacebookSpotify og Bandcamp.

Næturblóm

Kælan Mikla : Viðtal

Aðrir 2018

Við viljum sinna samfélagslegu hlutverki okkar vel. Hluti af því er að styðja við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki. Það er af nógu að taka og á þessum vef birtist einungis brot af bjartri framtíð íslenskrar tónlistar.

Iceland Airwaves hefur frá upphafi verið mikilvæg viðbót við íslenskt menningarlíf og ómetanlegur vettvangur fyrir íslenska tónlist. Við erum því stolt af því að vera meðal styrktaraðila hátíðarinnar.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur