Huginn

Huginn æfði fótbolta af kappi þar til fyrir tveimur árum þegar hann ákvað að reyna fyrir sér sem listamaður. Eftir það hafa hlutirnir gerst hratt. Tónlistin gaf honum mikið svo hann hellti sér af alefli út í hana og fyrsta plata hans í fullri lengd, „Eini strákur“, kom út síðasta sumar. Huginn er oft skilgreindur sem rappari, en sjálfur veit hann varla hvort hann rappar eða syngur og reynir að gera sem minnst af því að skilgreina sig.

Þú getur fylgst með Hugin á InstagramFacebook og Spotify.

Veist af mér

Huginn : Viðtal

Aðrir 2018

Við viljum sinna samfélagslegu hlutverki okkar vel. Hluti af því er að styðja við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki. Það er af nógu að taka og á þessum vef birtist einungis brot af bjartri framtíð íslenskrar tónlistar.

Iceland Airwaves hefur frá upphafi verið mikilvæg viðbót við íslenskt menningarlíf og ómetanlegur vettvangur fyrir íslenska tónlist. Við erum því stolt af því að vera meðal styrktaraðila hátíðarinnar.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur