Bríet

Bríet ætlaði að verða leikkona þegar hún var barn en hún var alltaf umkringd tónlist og fimmtán ára gömul var hún allt í einu farin að syngja djass á veitingastöðum. Bríet ber með sér alþjóðlegan blæ, hún syngur um það sem stendur henni næst en hljómar helst eins og glænýtt raf-R&B frá bandarískri stórborg. Margir bíða þess að heyra hvert hún ætlar næst en Bríet er pollróleg, hún ætlar bara að leyfa hlutunum að gerast.

Þú getur fylgst með Bríeti á InstagramFacebook og Spotify.

Carousel

Bríet : Viðtal

Aðrir 2018

Við viljum sinna samfélagslegu hlutverki okkar vel. Hluti af því er að styðja við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki. Það er af nógu að taka og á þessum vef birtist einungis brot af bjartri framtíð íslenskrar tónlistar.

Iceland Airwaves hefur frá upphafi verið mikilvæg viðbót við íslenskt menningarlíf og ómetanlegur vettvangur fyrir íslenska tónlist. Við erum því stolt af því að vera meðal styrktaraðila hátíðarinnar.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur